patterns > Edda Lilja Guðmundsdóttir's Ravelry Store
> Leifarnar
Leifarnar
Samkvæmt niðurstöðum úr mjög svo vísindalegri rannsókn minni komst ég að því að Afganga Vettlinga Samprjón væri það sem flestir eru spenntir fyrir. Ég henti mér í verkið og úr varð þetta :D
Samprjónið byrjar miðvikudagskvöldið 31.mars og stendur til 14. Apríl.
Það eina sem þarf að gera til að vera með er að kaupa uppskriftina af vettlingunum á ravelry eða kaupa hespu af grunnlit í Garnbúð Eddu í Hafnarfirði eða Garn í Gangi á Akureyri.
Garnbúð Eddu: Grunnliturinn getur verið lambsullin frá Biches & Buches, Milburn 4ply frá Eden Cottage eða Signature 4ply frá West Yorkshire spinners. Verð frá 1390.- til 1890.-
Garn í Gangi: Holst Supersoft, Tides eða Highland. Verð frá 990.- til 1390.-
Ég mun útbúa facebook grúppu þar sem við getum sett inn myndir af framgangi mála og/eða fengið ráð með næsta lit og þess háttar.
Þar verður einnig mappa fyrir myndir af fullkláruðum vettlingum til þess að eiga möguleika á vinning frá Garnbúð Eddu og Garn í Gangi :D
Garn:
Grófleiki er fingering, miðað er við að það séu c.a. 200 m á 50 gr dokku.
Grunnlitur þarf að vera hreinn litur, allt í lagi að nota handlitað ef það er frekar heill litur.
Aukalitina velur þú svo úr garnlagernum heima hjá þér (eða hvar sem hann er staddur) og þeir geta verið allt frá einum og uppí endalaust margir.
37856 projects
stashed 39021 times
1464 projects
stashed 1383 times
27397 projects
stashed 16990 times
1787 projects
stashed 1634 times
4851 projects
stashed 4711 times
6327 projects
stashed 6180 times
- First published: March 2021
- Page created: March 13, 2021
- Last updated: March 31, 2021 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now