patterns > Arndís Ósk Arnalds' Ravelry Store
> Knúpur
Knúpur
Peysan Gnúpur er hönnuð sérstaklega fyrir samprjón Garnbúðar Eddu sem fer af stað þann 8.júlí 2023. Samprjónið ber nafnið Jól í júlí og byrjar með risa uppfitji partýi í Hjarta Hafnarfjarðar í samstarfi við Bæjarbíó og Tilveruna veitintastað.
Aðgöngumiðar í partýið eru seldir hér: tix.is
Með aðgöngumiða fylgir uppskrift og þú færð hana senda á ravelry líka.
EFNI OG ÁHÖLD
Litur A (Grænn): Dark grey Brown í Le lambswool.
Litur B ( Ljósbleikur): Light Peach í Le lambswool.
Litur C (Vínrauður): Dark Burgundy Grey í le petit lambswool og Le petit silk & mohair haldið saman.
4 og 5 mm hringprjónar, 80 cm eða prjónar sem þarf til að ná prjónfestu.
5mm hringprjónar, 40 cm (í hálsmál og ermar)
Sokkaprjónar í stroff á ermum ef ekki er notuð magic loop aðferðin
1 prjónamerki fyrir byrjun umferðar
STÆRÐIR OG GARNMAGN
Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)
Ummál brjóst (ummál peysu): 85 (93, 102, 110, 119, 129, 139, 149)
Aðallitur metrar : 574 (636, 697, 752, 807, 875, 943, 1012)
Aukalitur metrar : 70 (78, 86, 92, 99, 107, 116, 124)
Aukalitur knúpar: 50 fyrir allar stærðir
PRJÓNFESTA
16 lykkjur slétt = 10 cm.
ATHUGIÐ! Prjónastærð er valin út frá prjónfestu. Prjónfestan í þessu verkefni er: 16 lykkjur yfir 10 cm. Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr. 5,5 og ef laust er prjónað er mælt með prjóni nr. 4,5.
368 projects
stashed 294 times
- First published: July 2023
- Page created: June 14, 2023
- Last updated: June 23, 2023 …
- visits in the last 24 hours
- visitors right now